fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Viðskiptavinur sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni á KFC Selfossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. maí 2024 16:27

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður hefur verið sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn starfsstúlku á veitingastaðnum KFC Selfossi.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað þann 8. janúar árið 2022. Maðurinn strauk rass stúlkunnar utanklæða er hún var við vinnu sína á staðnum. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa snert stúlkuna en neitaði að hafa gerst brotlegur. Staðhæfði hann að snerting hans hefði verið ósjálfráð og ekki kynferðisleg.

Upptökur af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, sem og trúverðugur framburður stúlkunnar, renndu hins vegar stoðum undir að maðurinn hefði áreitt stúlkuna kynferðislega.

Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Suðurlands, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks