fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar

Pressan
Föstudaginn 24. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Cardiff í Wales hefur sakfellt konu í óvenjulegu máli sem kom til kasta dómstólsins fyrir skemmstu.

Rhian Templeton, fimmtug kona, var ákærð fyrir að kveikja í fötum eiginmanns síns þegar hún komst að því að hann væri byrjaður með bestu vinkonu hennar.

Rhian og eiginmaður hennar voru skilin að borði og sæng og fékk hún vægt áfall þegar í ljós kom að hann var að slá sér upp með vinkonu hennar til fjölmargra ára. Tók hún fötin hans, þar á meðal spariföt og skyrtur, setti þau í hrúgu fyrir utan húsið sitt og kveikti í.

Rhian reyndi að þræta fyrir það að um einhvers konar „hefndaraðgerð“ hefði verið að ræða. Sagðist hún einfaldlega hafa viljað losa sig við gamalt drasl sem hún kærði sig ekki um að eiga.

Dómarinn í málinu hlustaði ekki á þau rök og dæmdi hana til að sinna tólf mánaða samfélagsþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið