fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar

Pressan
Föstudaginn 24. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Cardiff í Wales hefur sakfellt konu í óvenjulegu máli sem kom til kasta dómstólsins fyrir skemmstu.

Rhian Templeton, fimmtug kona, var ákærð fyrir að kveikja í fötum eiginmanns síns þegar hún komst að því að hann væri byrjaður með bestu vinkonu hennar.

Rhian og eiginmaður hennar voru skilin að borði og sæng og fékk hún vægt áfall þegar í ljós kom að hann var að slá sér upp með vinkonu hennar til fjölmargra ára. Tók hún fötin hans, þar á meðal spariföt og skyrtur, setti þau í hrúgu fyrir utan húsið sitt og kveikti í.

Rhian reyndi að þræta fyrir það að um einhvers konar „hefndaraðgerð“ hefði verið að ræða. Sagðist hún einfaldlega hafa viljað losa sig við gamalt drasl sem hún kærði sig ekki um að eiga.

Dómarinn í málinu hlustaði ekki á þau rök og dæmdi hana til að sinna tólf mánaða samfélagsþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum