fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Þessi matvæli skemma tennurnar

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 12:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fáum aðeins eitt sett af tönnum þegar við skiptum barnatönnunum út. Það er því mjög mikilvægt að hugsa vel um þær en því miður eru ekki allir sem gera það. Margir hugsa lítið út í það hvað er skaðlegt fyrir þær og það getur reynst dýrkeypt þegar upp er staðið.

Ef þú vilt hugsa eins vel um tennurnar og hægt er, þá eru ákveðin matvæli sem þú þarft að forðast að borða.

Tannlæknar segja að meðal þessara matvæla séu einnig nokkur, sem koma mörgum á óvart, en sé þess virði að halda sig frá ef vernda á tennurnar sem allra best.

Ís er meðal þessara fæðutegunda en sérfræðingar hjá American Dental Association ráða fólki frá því að borða ís. Ís er nú yfirleitt góður á bragðið en tannlæknar segja að hann skemmi glerunginn og geti jafnvel brotið tennurnar. TipHero skýrir frá þessu. Þetta ráð tannlæknanna á raunar aðeins við ef þú tyggur ísinn. Þannig að ef þig langar í ís, þá skaltu ganga úr skugga um að hann sé ekki of frosinn, ef hann er það, getur hann valdið tannskemmdum.

Hálstöflur eru líka á lista tannlækna yfir það sem á að forðast að sögn Business Insider sem hefur eftir Dr. Burhenne, hjá AskADentist.com, að það að sjúga hálstöflu hafi í för með sér að tennurnar séu baðaðar í sykri og sýru í mjög langan tíma.

Saltað kex er einnig á lista Dr. Burhenne yfir óæskilega fæðu hvað varðar tannheilsuna. Ástæðan er að kexið inniheldur mikið af forunninni sterkju og erfðabreyttum efnum sem geri að verkum að það geti gert holur í tennurnar.

Sítrusávextir eru einnig á listanum og kemur það kannski ekki mörgum á óvart. Ástæðan er að mjög súr mætvæli, til dæmis sítrónur og grape, eyða tönnunum með tímanum og geta valdið sársaukafullum sárum í munninum. AskADentist.com ráðleggur fólki að drekka mikið af vatni ef það neyti sítrusávaxta.

Kartöfluflögur en eins og saltað kex þá eru þær fullar af sterkju og erfðabreyttum efnum sem valda skemmdum á tönnunum. Þær festast oft í tönnunum og út frá því skemmast tennurnar. Ef þú getur ekki haldið þig frá þeim, þá er gott að nota tannþráð þegar búið er að innbyrða skammtinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf