fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 10:00

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi útskýrir í grein á Vísir.is í dag hvers vegna hann hefur ákveðið að kæra skopteiknarann Halldór Baldursson til siðanefndar blaðamanna vegna skopmyndarinnar hér að neðan.

Myndin sýnir alla forsetaframbjóðendurna í fremur afkáralegu ljósi sem byggist á umræðu sumra um þá. Fatnaður Arnars á myndinni líkist nasistabúningi og Arnar hefur brugðist við því með því að kæra teiknarann og Vísir.is, sem birti myndina, til siðanefndar blaðamanna. Arnar  segir í grein sinni um málið:

„Stuðningur við tjáningarfrelsið kemur ekki í veg fyrir að við veitum viðnám þeim sem fara yfir velsæmismörk í sinni tjáningu, ala á fordómum eða ganga fram af siðleysi, óbilgirni eða fyrirlitningu. Frelsi til að tjá hugsun sína er hluti af borgaralegum réttindum, en þann rétt má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur. Sérfræðingar og fagstéttir, þ.m.t. blaðamenn, hafa sett sér siðareglur og bera sérlega ríkar siðferðilegar og samfélagslegar skyldur þegar kemur að ábyrgri tjáningu.“

Skilja má orð Arnars svo að með myndinni hafi teiknarinn alið á fjandskap og fordæmingu í garð annarra. Arnar segir að tjáningafrelsið takmarkist af virðingu og náungakærleika og vitnar í gullnu regluna í biblíunni:

„Tjáningarfrelsið lýtur almennum siðrænum takmörkunum um virðingu og náungakærleik. Hér sem annars staðar er Gullna reglan til leiðbeiningar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að viðræður við Sýn séu hafnar

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að viðræður við Sýn séu hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“