fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Pressan
Föstudaginn 17. maí 2024 07:15

Margar byggingar standa yfirgefnar í borginni vegna fólksfækkunar sem orðið hefur síðustu áratugina. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum bandarísku borgarinnar Detroit fjölgaði lítillega á síðasta ári og voru þeir þá 633.218 samanborið við 631.366 árið 2022.

Síðustu áratugi hefur stöðug fólksfækkun verið í Detroit, sem var miðstöð bílaframleiðenda í Bandaríkjunum á árum áður, og raunar þarf að leita aftur til ársins 1957 til að finna fólksfjölgun á milli ára.

New York Times bendir á það að á sjötta áratug síðustu aldar hafi íbúar verið tæplega tvær milljónir talsins og var borgin sú fjórða fjölmennasta í Bandaríkjunum þegar best lét. Í dag telst borgin sú 26. fjölmennasta í landinu.

„Þetta er frábær dagur,“ sagði Mike Duggan, borgarstjóri Detroit, þegar nýju tölurnar voru gefnar út í gær. „Fólksfækkun hefur orðið í mörgum stórum borgum Bandaríkjanna ár eftir ár. Að sjá fólksfjölgun í Detroit er mikil breyting,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað