fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. maí 2024 19:13

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þolandi í alvarlegu ofbeldismáli í Reykholti í Biskupstungum er palestínskur maður og meintur gerendur eru tengdir fjölskylduböndum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Í morgun sendi Lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu þess efnis að þrír karlar og ein kona hefðu verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 24. maí næstkomandi vegna gruns um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. Samkvæmt frétt RÚV hefur hinn palestínski þolandi ofbeldisins verið búsettur hér á landi í mörg ár.

Tilkynning lögreglunnar var eftirfarandi:

„Rannsókn á alvarlegu ofbeldisbroti í uppsveitum Árnessýslu

Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið var nú síðastliðinn föstudag framlengt til 24. maí næstkomandi og er á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið kom upp í lok apríl og er sá er misgjört var við erlendur ríkisborgari sem hefur verið hér á landi í langan tíma. Allir grunaðir í málinu eru Íslendingar.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og er lögreglu því ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið.“

Sem fyrr segir eru hinir meintu gerendur í málinu tengdir fjölskylduböndum og er sá elsti á sjötugsaldri. Konan og einn karlanna eru á þrítugsaldri og einn gerandinn er undir tvítugu.

Palestínumaðurinn er sagður hafa leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanna. Heimildir RÚV herma að fólkið hafi haldið manninum í kjallara hússins, haft af honum peninga og gengið ítrekað í skrokk á honum. Nokkrum dögum eftir frelsissviptinguna eru þau talin hafa keyrt manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn. Ekki liggur fyrir hvert hann var sendur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast