fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, gerir stuðningsyfirlýsingu Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

Það vakti athygli margra í gær þegar þríeykið, sem var áberandi í fréttum í kringum kórónuveirufaraldurinn, birtist í myndbandi á stuðningsmannasíðu Katrínar á Facebook.

Þórólfur segir til dæmis að Katrín hafi leitt þjóðina í gegnum faraldurinn af stillingu og sameinað hana í baráttunni gegn veirunni. Kári og Víðir tóku í svipaðan streng.

Steinunn Ólína virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stuðningsyfirlýsingum þremenninganna og er raunar frekar hlátur í huga.

„Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk. ,,Veljið rétt annars fer illa!” ,,Treystið okkur til að vita betur!”

Það er ekkert að óttast, trúið mér. Við erum fullfær um að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarðanir sjálf,“ segir hún og bætir við:

„Ég minni á lag þursaflokksins, Pínulítill karl, sem hefði nú bætt falska hljóðmynd þessara myndbanda til muna. Ef þið hlustið á lagið takið þá eftir hvernig okkar ástkæri stórsöngvari Egill Ólafsson hlær með sjálfum sér þegar hann syngur lagið. Það er óborganleg túlkun enda er Egill Ólafsson stórveldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos