fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 27. apríl 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú, þegar fólk hefur fært sig í auknum mæli úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð hefur dregið mjög úr biti vaxtatækis Seðlabankans. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital vitnar í Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra og segir að þegar upp sé staðið sé ekki ýkja mikill munur á  því hvort greitt sé af verðtryggðu eða óverðtryggðu láni þegar upp sé staðið. Snorri er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðinum á Eyjunni.

Markadurinn - Snorri Jakobsson -2.mp4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Snorri Jakobsson -2.mp4.mp4

„Það var náttúrlega mjög jákvæð þróun þegar fólk var að færa sig úr verðtryggðu lánunum yfir í óverðtryggðu lánin. Þá hafði Seðlabankinn mjög góða stjórn á því. En þessar síðustu vaxtahækkanir, þá varð eins konar öfugþróun. Fólk færði sig aftur yfir í verðtryggðu lánin,“ segir Snorri.

Hann segir þetta gera það að verkum að áhrif stýritækis Seðlabankans séu einfaldlega minni en ella. „Næmni verðtryggðra lána fyrir vöxtum er bara svo rosalega lítil.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Snorri segir vextina vera svo lítinn hluta af láninu. „Eins og Gunnar Jakobsson benti á þá er ástæðan fyrir því að greiðslubyrðin er svona lág að þú ert að borga svo lítinn hluta. Stóri hlutinn er verðbólgan. Ef þú berð saman nafnvexti og reiknar svo saman verðtryggðu vextina ofan á verðbólguna þá ertu ekki endilega að borga neitt hærri vexti en ef þú værir að borga óverðtryggða vexti. Hann tók sögulegt tímabil og benti á það.“

Snorri segir Seðlabankann ekki eiga að vera í neinni vinsældakeppni. Erfitt sé að segja hvenær vextir séu orðnir of háir eða ekki en menn verði að átta sig á því að áhrifin af vaxtabreytingum séu lengi að koma fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
Hide picture