fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er smám saman að komast í samt horf eftir hamfararigningu sem gerði þar í gær. Rigningin var svo mikil að á nokkrum klukkustundum féll úrkoma sem að jafnaði fellur á átján mánaða tímabili í borginni.

Sjá einnig: Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Dúbaí, rétt eins og önnur furstadæmi á suðausturhorni Arabíuskagans, notast við svokallaða skýjasáningartækni sem á að framkalla rigningu.

Ýmis efni eru sögð ýta undir þetta, til dæmis silfurjoð og kalíumjoð sem flugvélar eða þar til gerð tæki á jörðu niðri dæla út í veðrahvolfið.

Í frétt Daily Mail kemur fram að þeirri kenningu hafi verið fleygt fram að vísindamenn sem sjá um þetta hafi ef til vill farið of geyst dagana fyrir þessa miklu hamfararigningu.

Vísað er í fluggögn sem AP-fréttaveitan skoðaði en samkvæmt þeim var að minnsta kosti ein flugvél sem sér um skýjasáningu á flugi yfir Dúbaí á sunnudag. Þetta staðfesti Ahmed Habib, veðurfræðingur hjá NCM-veðurfræðistofnuninni í Abú Dabí og bætti við að vélin hafi flogið yfir borgina á sunnudag og mánudag.

Ekki eru þó allir sannfærðir um að þessi tækni geti framkallað slíka hamfararigningu líkt og varð í Dúbaí í gær. Hefur Daily Mail eftir vísindamönnum að tæknin geti aðeins aukið meðaltalsúrkomu á einhverju gefnu tímabili um 10 til 30 prósent. Mögulega hafi tæknin þó gert illt verra.

Hvað sem því líður er ljóst að tjónið í Dúbaí var töluvert og fóru til dæmis neðstu hæðir fjölmargra húsa á flot. Á samfélagsmiðlum mátti einnig sjá bifreiðar, þar á meðal fokdýrar lúxuskerrur, á bólakafi í vatni á götum úti. Þá urðu miklar tafir á flugsamgöngum og myndaðist örtröð á alþjóðaflugvellinum í Dúbaí sem er einn sá fjölfarnasti í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“