fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 08:30

Kim Jong-un er vígreifur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kórea þarf nú að vera miklu betur undir stríð búin en nokkru sinni áður. Ástæðan er geópólitísk spenna.

Þetta sagði Kim Jong-un, einræðisherra landsins, í síðustu viku að sögn norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA.

Hann lét þessi ummæli falla þegar hann heimsótti virtasta herskóla landsins sem heitir Kim Jong-il háskólinn fyrir varnarmál og stjórnmál.  Skólinn heitir eftir föður einræðisherrans en hann stýrði landinu á undan syni sínum.

Á síðustu árum hefur Norður-Kórea aukið samstarf sitt við Rússland. Hafa Rússar meðal annars fengið skotfæri gegn því að láta Norður-Kóreu ýmsan hátæknibúnað í té.

Einræðisherrann sagði nemendum og starfsmönnum háskólans að ef svokallaðir óvinir landsins ráðast á það, verði árásinni svarað samstundis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu