fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. apríl 2024 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja manni um bætur á grundvelli sjúklingatryggingar, eftir að hann hlaut taugaskaða í aðgerð. Sjúkratryggingum var gert að taka mál mannsins til nýrrar meðferðar.

Úrskurður nefndarinnar féll í febrúar en var birtur í vikunni. Málið á sér langa forsögu en maðurinn sótti fyrst um bætur í september árið 2021. Hann fékk ekki synjunina fyrr en í júlí 2023 og þá á þeim grundvelli að ekki væri um að ræða bótaskylt tjón. Maðurinn kærði í kjölfarið til úrskurðarnefndar.

Maðurinn greindi frá því að hann hafi gengist undir tvær aðgerðir á Landspítala. Strax eftir fyrri aðgerð hafi hann fundið fyrir dofa á þumalfingri vinstri handar, og eftir seinni aðgerðina náði dofinn upp allan handlegginn að viðbeini. Auk þess hafði hann stöðuga verki í skurðsári.

Hann fékk upplýsingar frá lækni sínum að mistök hafi átt sér stað í seinni aðgerð þar sem slagæð hefði rifnað. Eftirköst mætti að líkindum rekja til þessa. Læknir taldi þó að einkenni ættu að ganga til baka innan þriggja mánaða.

Raunin reyndist þó önnur og árum eftir aðgerðirnar glímdi maðurinn enn við taugaskaða. Hreyfigeta handar er verulega skert, mikill stirðleiki til staðar og viðvarandi verkir. Öll vinstri hlið hans sé í raun skert út af krónískum bakverkjum, tapi á styrkleika og minna úthaldi. Þessi líkamlegu einkenni hafi haft neikvæð áhrif á andlega líðan og lundarferli.

Sagði í skýrslu læknis að líkast til hafi tjón mannsins orðið þvegna þrýstings í aðgerðinni og hafi átt sér stað að læknum óafvitandi. Maðurinn taldi lækni og aðra starfsmenn spítalans hafa sýnt af sér gáleysi. Um væri að ræða alvarlega aðgerð en aðstæður á skurðstofu hafi ekki verið óviðunandi, stofan hentaði illa og lýsingu ábótavant.

Úrskurðarnefnd taldi að af gögnum máls mætti fullyrða að maðurinn hafi orðið fyrir tjóni vegna þrýstingsáverka í aðgerð sem framkvæmd var við erfiðar aðstæður. Atvikalýsing væri ítarleg og af henni væri ljóst að það hafi verið skortur á lýsingu. Ekki væri séð að svo brátt tilefni hafi verið fyrir því að framkvæma aðgerðina þá og þegar frekar en að bíða eftir betri aðgerðarstofu.

Ekki geti það talist rétt læknismeðferð að framkvæma alvarlega aðgerð við ófullnægjandi lýsingu. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að meðferð mannsins hafi ekki verið hagað eins vel og unnt hefði verið og því um bótaskyldu að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi