fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. apríl 2024 10:51

Fréttaþulir kvöldfrétta Stöðvar 2. Mynd/Sýn/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn tilkynnti í dag að frá og með mánudeginum 15. apríl verða kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá. Kvöldfréttirnar hafa verið í læstri dagskrá í rúm þrjú ár.

Í viðtali við Vísi þar sem breytingin var kynnt segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri að það sé mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. „Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála,“ segir hún.

Opinn gluggi mun ná yfir kvöldfréttirnar sem hefjast klukkan 18:30 sem og sportpakkann og Ísland í dag.

Í janúar árið 2021 var tilkynnt að kvöldfréttirnar yrðu í læstri dagskrá. Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, stóðu auglýsingatekjur ekki undir rekstri fréttastofunnar einnar og sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“