fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 18:30

HIV veirur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýrri aðferð gegn HIV er hægt að reka veiruna úr felustað sínum í líkamanum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og vekja þær vonir um að með þessu verði hægt að eyða þessum varabirgðum veirunnar.

Aðferðin dugir ekki ein og sér til að lækna HIV en hún bendir til að hugsanlega verði hægt að nota þessa aðferð sem skref í áttina að því að lækna fólk af HIV. Þetta kemur fram í rannsókninni sem var birt fyrr á árinu í vísindaritinu Journal of Infectious Diseases.

Dr. David Margolis, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við læknadeild University of North Carolina, segir að niðurstaðan þýði ekki að sigur hafi náðst í baráttunni við HIV. Ljóst sé að þörf sé á betri verkfærum, betri lyfjum og betri nálgun en þetta bendi til að þessi tækni sé þess virði að meiri vinna verði lögð í hana. Live Science skýrir frá þessu.

Með nútímalegum andretóveirulyfjum geta læknar komið í veg fyrir að HIV breiðist á milli fruma í líkamanum og þannig geta smitaðir lifað eðlilegu lífi. Veirumagnið hjá sumum verður svo lítið að þeir geta ekki smitað aðra af veirunni þegar kynlíf er stundað.

En HIV er retróveira sem þýðir að hún kemur erfðafræðilegum kóða sínum inn í DNA frumna og felur sig þar endalaust. Þar með myndast varabirgðir veiru sem geta valdið fullri sýkingu á hverri stundu.

Til að hægt sé að lækna HIV að fullu verður að vera hægt að reka veirurnar út úr þessum felustöðum sínum og drepa þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Í gær

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann