fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Áttræður húseigandi vaknaði upp við innbrotsþjóf – Sá til þess að lögreglan náði honum

Pressan
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 06:00

Innbrotsþjófur að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var brotist inn í hús í Gentofte í Danmörku. Á efri hæðinni svaf áttræður húseigandinn svefni hinna réttlátu. Hann vaknaði við að rúða var brotin á neðri hæðinni og hringdi strax í lögregluna.

Jótlandspósturinn hefur eftir talsmanni lögreglunnar að maðurinn hafi hringt upp úr klukkan 4 í nótt til að tilkynna um innbrotið. „Hann lá í rúminu sínu á efri hæðinni og heyrði þegar rúða var brotin í stofunni. Síðan heyrði hann að það var einhver inni í húsinu,“ sagði talsmaðurinn.

Lögreglan leiðbeindi manninum um hvað hann skyldi gera og lá hann kyrr í rúminu og ræddi við lögregluna í síma á meðan innbrotsþjófurinn athafnaði sig á neðri hæðinni. Á meðan brunuðu lögreglumenn að húsinu.

Innbrotsþjófurinn áttaði sig greinilega ekki á að húsráðandinn var búinn að hringja í lögregluna og hélt því verki sínu áfram. Hann var á leið upp stigann upp á efri hæðina þegar lögreglumenn brutu útidyrnar upp og sendu hund inn til að fanga þjófinn. „Hann var ekki ánægður með það,“ sagði talsmaðurinn um viðbrögð innbrotsþjófsins við því að lögregluhundur hafi skyndilega birst.

Innbrotsþjófurinn er 33 ára og góðkunningi lögreglunnar því hann hefur áður verið handtekinn vegna innbrota. Hann verður færður fyrir dómara í dag þar sem lögreglan mun krefjast gæsluvarðhalds yfir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu