fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Jón Gnarr býður sig fram til forseta

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 20:01

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri býður sig fram til forseta Íslands. Greindi Jón frá þessu í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum núna kl. 20.

Segist Jón taka áskorun um framboð til forseta með mikilli auðmýkt, þakklæti og mjúku hjarta, fullvitandi um þá ábyrgð sem fylgir að takast svona vandasamt embætti á hendur.


Jón hafði áður greint frá því að hann væri að íhuga framboð af alvöru: „Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með.“

Jón er tilbúinn með heimasíðu fyrir framboðið: jongnarr.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum