fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Yfirmaður úkraínska hersins með óvænta yfirlýsingu um herkvaðningu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 07:00

Oleksandr Syrskyi. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega glímir úkraínski herinn ekki við eins mikinn skort á hermönnum og áður var talið, að minnsta kosti ef miða má við orð Oleksandr Syrskyi, æðsta yfirmanns hersins. Hann segir að mun minni þörf sé á að fá fólk í herinn nú en áður var talið.

Í samtali við úkraínsku fréttastofuna  Ukrinform sagði hann að eftir endurskoðun á búnaði og mannafla hersins liggi fyrir að mun minni þörf sé fyrir nýja hermenn en áður var talið. Þetta á að hans sögn ekki bara við um þá sem eru kvaddir í herinn, heldur einnig sjálfboðaliða.

Syrskyi tók við embætti æðsta yfirmann hersins í febrúar. Forveri hans sagði á síðasta ári að þörf væri á að kveðja 500.000 menn í herinn.  Þau ummæli ollu miklum pólitískum óróa og deilum og Zelenskyy, forseti, neyddist til að vísa þessum ummælum á bug.

Syrskyi, sem sá um að stýra vörnum höfuðborgarinnar Kyiv í upphafi innrásar Rússa og stýrði sókn Úkraínumanna sem varð til þess að þeir náðu milljónaborginni Kharkiv aftur úr höndum Rússa, sagði í viðtalinu að staðan „sé mjög erfið“ á öllum vígstöðvum en Rússum hafi ekki tekist að sækja fram að neinu marki þrátt fyrir að Úkraínumenn skorti skotfæri og fleira.

Hann sagði að Rússar hafi yfirhöndina þegar kemur að magni skotfæra og fjölda hermanna. Fyrir hverja eina fallbyssukúlu sem Úkraínumenn skjóta, skjóta Rússar sex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“