fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Magga Frikka hætt við forsetaframboð – „Aldrei sérstaklega alvara með „framboð“ mitt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2024 17:23

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, er hætt við framboð sitt til embættis forseta Íslands. Frá þessu greinir Margrét á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að aldrei hafi verið mikil alvara á bak við framboðið.

„Hef ákveðið að taka út nafnið mitt af framboðslistanum. Nú eru 60 einstaklingar búnir að gefa kost á sér, og mér fer bráðum að líða eins og nál í heystakki. Hins vegar var mér aldrei sérstaklega alvara með „framboð“ mitt nema að því leiti að ég stend áfram á þessum gildum og málefnum og mun halda þeim í heiðri um ókomna tíð,“ skrifar Margrét.
Segist hún vilja þakka öllum þeim sem hafi mælt með henni og lagt traust sitt á hana. Sá stuðningur hafi komið henni á óvart og hún væri þakklát fyrir hann.
„Guð blessi ykkur og gefi ykkur visku til að velja forseta sem hefur það að leiðarljósi að vera sameiningartákn, fullveldissinni og hafi að leiðarljósi að vernda kristin gildi og menningararfleifð. Ég vil ekki taka atkvæði frá öðrum frambjóðendum og óska öllum góðs gengis, megi þjóðinni hlotnast þjóðhollan og góðan forseta, Amen,“ skrifar Margrét.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð