fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Leita að tígrisdýri sem allir töldu að væri útdautt

Pressan
Miðvikudaginn 27. mars 2024 07:34

Jövu-tígurinn er tilkomumikil skepna. Þessi mynd er frá árinu 1938.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Indónesíu leita nú logandi ljósu að tígrisdýri sem allir töldu að væri útdautt fyrir löngu.

Dýr úr þessum tígrisdýrastofni, hinum svokallaða Jövu-stofni, hafa ekki sést síðan á níunda áratug liðinnar aldar og var stofninn úrskurðaður útdauður árið 2008.

Á undanförnum árum hefur verið orðrómur um að sést hafi til dýranna á Jövu, sem er fjölmennasta eyja heims, og hefur fólk gefið sig fram sem telur sig hafa séð til dýranna.

Þetta virðist vera á rökum reist því íbúar í þorpi á vesturhluta Jövu náðu hári úr einu dýri þegar það stökk yfir girðingu árið 2019. Hárið var sent í DNA-rannsókn og borið saman við hár úr Jövu-tígrisdýri frá fjórða áratug liðinnar aldar.

Í nýrri vísindagrein sem birtist í Cambridge University Press kemur fram að hárið frá 2019 sé úr skepnu sem er að minnsta kosti mjög nátengd Jövu-tígrinum sem veiddur var á síðustu öld. Er það mat vísindamanna að erfðafræðilegur munur skepnanna tveggja sé aðeins 0,3%.

Þykir þetta gefa til kynna að stofninn sé enn á lífi en enn í mikilli útrýmingarhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu