fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Verðmætaflutningabíll rændur í gærmorgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 09:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum og staðfestum heimildum innan úr lögreglunni var framið rán í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, í gærmorgun. Var brotist inn í verðmætaflutningabíl við Hamraborg og verðmæti tekin úr honum.

Liggur fyrir að tveir starfsmenn, bílstjóri og farþegi í bílnum, voru teknir í skýrslutöku lögreglu í gær vegna málsins. Aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir sem stendur.

Ekki hefur náðst samband við tengiliði lögreglustöðvar 3 í gærkvöld eða í morgun til að afla frekari upplýsinga um málið.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta tjáð sig um málið í augnablikinu.

Uppfært kl. 10:32 – Lögregla hefur birt eftirfarandi fréttatilkynningu um málið:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni.

Þjófarnir voru á dökkgráum Toyota Yaris, en á bifreiðinni voru tvær mismunandi númeraplötur, þ.e. NMA 87 að aftan og SLD 43 að framan en báðum þessum skráningarnúmerum hafði verið stolið af öðrum ökutækjum. Lýst var eftir bifreiðinni í gær, en hún er ófundin.“

 

Beðist er velvirðingar á missögnum í fyrri útgáfu fréttarinnar. Fréttin hefur verið leiðrétt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni