fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Ármann segir eitthvað vera á seyði sem að lokum endar með eldgosi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 06:39

Víti, fremst á myndinni, og Öskjuvatn/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur ekki endað öðruvísi,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag um skjálftahrinu við Öskju sem hann telur að enda muni með eldgosi.

Hrina hófst á svæðinu í gærmorgun og segir Ármann að aðdragandinn að næsta eldgosi í Öskju hafi verið langur. Skýr merki séu um að þar sé eitthvað á seyði sem að lokum leiðir til eldgoss.

Ármann bendir á að Askja hafi verið að „þenja sig“ frá árinu 2012 og vel sé fylgst með stöðu mála þar. Kvikan í Öskju er léttari en önnur og komi til eldgoss verði það sprengigos.

„Ef eitthvað svoleiðis fer af stað þá verður náttúrulega sprengigos, en hvort það verður lítið eða stórt, það vitum við ekki,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns