fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ármann segir eitthvað vera á seyði sem að lokum endar með eldgosi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 06:39

Víti, fremst á myndinni, og Öskjuvatn/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur ekki endað öðruvísi,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag um skjálftahrinu við Öskju sem hann telur að enda muni með eldgosi.

Hrina hófst á svæðinu í gærmorgun og segir Ármann að aðdragandinn að næsta eldgosi í Öskju hafi verið langur. Skýr merki séu um að þar sé eitthvað á seyði sem að lokum leiðir til eldgoss.

Ármann bendir á að Askja hafi verið að „þenja sig“ frá árinu 2012 og vel sé fylgst með stöðu mála þar. Kvikan í Öskju er léttari en önnur og komi til eldgoss verði það sprengigos.

„Ef eitthvað svoleiðis fer af stað þá verður náttúrulega sprengigos, en hvort það verður lítið eða stórt, það vitum við ekki,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið