fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Linda og Magnus fundu blöðru í tré: Fengu óvæntar fréttir þegar þau hringdu í símanúmerið sem var límt á blöðruna

Pressan
Föstudaginn 29. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Taule frá Naustdal í Noregu var fyrir skemmstu í göngutúr með syni sínum þegar þau gengu fram á loftlausa blöðru sem var flækt í tré. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það sem á eftir fylgdi.

Linda og sonur hennar, Magnus, náðu í blöðruna og sáu að á henni voru skilaboð þess efnis að finnandinn ætti að hringja í símanúmer sem gefið var upp. Ef sá hinn sami gerði það biðu hans verðlaun.

Linda ákvað að hringja í númerið og kom það henni á óvart þegar írsk kona svaraði í símann – og þess er getið í frétt Southernstar að írska konan hafi ekki síður verið hissa þegar Linda hringdi.

Í ljós kom að írska konan starfar hjá bæjaryfirvöldum í Dunmanway og hefur hún það hlutverk að koma bænum á kortið og laða að ferðamenn. Var þessari tilteknu blöðru sleppt á góðgerðarsamkomu síðasta haust og bjuggust sennilega fáir við því að hún myndi enda hjá norskri fjölskyldu í 2.500 kílómetra fjarlægð.

Verðlaunin sem búið var að lofa voru heldur ekki af verri endanum. Linda, Magnus og öll fjölskyldan, samtals fimm manns, fá tólf daga ævintýraferð til Írlands þar sem þeim ýmislegt skemmtilegt bíður þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar