fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Linda og Magnus fundu blöðru í tré: Fengu óvæntar fréttir þegar þau hringdu í símanúmerið sem var límt á blöðruna

Pressan
Föstudaginn 29. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Taule frá Naustdal í Noregu var fyrir skemmstu í göngutúr með syni sínum þegar þau gengu fram á loftlausa blöðru sem var flækt í tré. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það sem á eftir fylgdi.

Linda og sonur hennar, Magnus, náðu í blöðruna og sáu að á henni voru skilaboð þess efnis að finnandinn ætti að hringja í símanúmer sem gefið var upp. Ef sá hinn sami gerði það biðu hans verðlaun.

Linda ákvað að hringja í númerið og kom það henni á óvart þegar írsk kona svaraði í símann – og þess er getið í frétt Southernstar að írska konan hafi ekki síður verið hissa þegar Linda hringdi.

Í ljós kom að írska konan starfar hjá bæjaryfirvöldum í Dunmanway og hefur hún það hlutverk að koma bænum á kortið og laða að ferðamenn. Var þessari tilteknu blöðru sleppt á góðgerðarsamkomu síðasta haust og bjuggust sennilega fáir við því að hún myndi enda hjá norskri fjölskyldu í 2.500 kílómetra fjarlægð.

Verðlaunin sem búið var að lofa voru heldur ekki af verri endanum. Linda, Magnus og öll fjölskyldan, samtals fimm manns, fá tólf daga ævintýraferð til Írlands þar sem þeim ýmislegt skemmtilegt bíður þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi