fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Íslamskir öfgamenn handteknir í Þýskalandi – Ætluðu að fremja hryðjuverk í Svíþjóð

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið handteknir í Þýskalandi vegna gruns um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Svíþjóð. Mennirnir voru handteknir í borginni Gera í Þýringalandi (þ. Thüringen) í gær.

Mennirnir, sem eru frá Afganistan að því er fram kemur í frétt Spiegel, eru sagðir hafa ætlað að fremja skotárás við sænska þinghúsið og skjóta bæði á lögreglumenn og starfsfólk þingsins. Er árásin sögð hafa átt að vera hefnd fyrir kóranbrennur sem voru nokkuð áberandi í Svíþjóð á síðasta ári.

Mennirnir eru sagðir hafa haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS-K sem eru einskonar undirhópur ISIS-samtakanna alræmdu.

Í frétt Spiegel kemur fram að mennirnir, 23 ára og 30 ára, hafi átt í nánum samskiptum við fulltrúa ISIS-K um skipulagningu voðaverksins.

Eru mennirnir sagðir hafa skoðað svæðið í nágrenni þinghússins í Stokkhólmi gaumgæfilega og reynt að verða sér úti um skotvopn, en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn