fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Varaþingmaður segir Sjálfstæðismenn hafa hlaupið á sig í skólamáltíðamálinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:30

Jana er bæjarfulltrúi á Akureyri og varaþingmaður VG.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varaþingmaður VG og bæjarfulltrúi á Akureyri, gagnrýnir Sjálfstæðismenn fyrir frumhlaup vegna ókeypis skólamáltíða. Þeir sýni ábyrgðarleysi í málinu.

Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar á Vísi í dag.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í 27 sveitarfélögum gagnrýndu Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. Það er að hún hafi samþykkt gjaldfrjálsar skólamáltíðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Aðgerðin kostar í heild 7 milljarða en ríkið hyggst taka á sig 75 prósent af kostnaðinum.

„Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Jana í greininni. Bendir hún á að sveitarfélögin hagnist umtalsvert á því að ná niður verðbólgunni rétt eins og aðrir.

„Markmið samningsaðila eru skýr; að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta, auka kaupmátt launafólks og vinna gegn verðbólgu. Vaxtakostnaður hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga og rekstur hins opinbera og heimilin í landinu. Talið er að sveitarfélögin spari um 2,5 milljarða fyrir hvert prósentustig lægri verðbólgu,“ segir hún.

Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn

Jana minnir á að þingmenn VG hafi lagt fram þingsályktunartillögu um gjaldfrjálsar skólamáltíðir á síðasta ári. Þetta hafi verkalýðsfélögin tekið upp í sína kröfugerð.

„Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa áhrif á næringaröryggi nemenda, eru efnahagslegur stuðningur við fjölskyldur, geta stuðlað að bættum námsárangri nemenda og auka félagslegt jafnrétti. Sem félagsleg aðgerð má reikna með að hún kosti sveitarfélögin í heild 1,2 milljarða á ársgrundvelli,“ segir Jana.

Sveitarfélögin hafi skyldur

Þetta skili fólki vaxandi velsæld og vert sé að gleðjast yfir því. Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í þessu í gegnum ríkisstjórnina rétt eins og VG og Framsóknarflokkurinn.

„Fjölmargir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum, eru þó langt í frá glaðir, og rita grein þar sem ákvörðunin um þátttöku sveitarfélaganna er gagnrýnd vegna skorts á samráði,“ segir Jana. „Aðgerðin sem mun ná til ríflega 47.000 grunnskólabarna, er stórt kjaramál fyrir fjölskyldufólk og liður í veruleika kjarasamninga þar sem niðurstöður krefjast þess að samningsaðilar taki sameiginlega ábyrgð til að tryggja sátt á vinnumarkaði. Að horfa fram hjá skyldu allra, líka sveitarfélaga, til að koma að slíkri sátt er frumhlaup af hálfu oddvitanna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit