fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Vísir braut ekki gegn siðareglum með mynd frá banaslysi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vísir hafi ekki brotið siðareglur með myndbirtingu með frétt um banaslys á Grindavíkurvegi í janúar síðastliðnum.

Hjón létust í slysinu og kærði dóttir þeirra blaðamann Vísis vegna fréttar sem birtist um málið um hálftíma eftir að tilkynnt var um slysið. Taldi hún fréttina og myndbirtingu sem fylgdi brjóta gegn 8. grein alþjóðlegra siðareglna blaðamanna.

Með fréttinni birtist aðsend mynd sem tekin var á vettvangi og sýndi myndin aðstæður á slysstað. Grár pallbíll sást á myndinni en ökumaður og farþegi í bílnum létust í slysinu. Taldi kærandi að með myndbirtingunni hefði blaðamaðurinn brotið gegn friðhelgi einkalífs foreldra hennar sem á þeim tíma sem myndin var tekin voru látin inni í bílnum.

Í niðurstöðu Siðanefndar kemur fram að fréttir af alvarlegum umferðarslysum varði almannahagsmuni og eigi erindi til almennings.

„Á myndinni sem fylgir fréttinni, sem er helsta kæruefnið, sést vettvangur slyssins og aðstæður á slysstað. Skotið er vítt og ekki er hægt að greina bílnúmer. Á myndinni sést að um gráan pallbíl er að ræða, en frekari upplýsingar um bílinn er ekki hægt að sjá á myndinni. Siðanefnd telur að ekki hafi verið farið ógætilega í myndbirtingu, enda hafi myndbirtingin verið til þess fallin að sýna aðstæður á slysstaðm, en auðkennandi upplýsingar um bílinn á borð við bílnúmer, er ekki sýnileg,“ sagði í niðurstöðunni.

„Af þeim sökum er það mat Siðanefndar að ekki hafi verið farið ógætilega í myndbirtingu. Fréttin og myndin birtust um hálfri klukkustund eftir að tilkynning hafði borist um slysið. Það átti sér stað á fjölförnum vegi og því ekki hlægt að gera athugasemd við myndbirtingu svo skömmu eftir að það átti sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld