fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Fundað um rasísk ummæli Helga í Menntaskólanum að Laugarvatni – „Ætla þeir á RÚV að láta grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba vinna?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 16:32

Helgi Helgason, fyrrum formaður íslensku Þjóðfylkingarinnar, er kennari við ML

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirstjórn Menntaskólans á Laugarvatni fundar nú um málefni Helga Helgasonar, kennara við skólann, sem lét til sín taka í umræðum á samfélagsmiðlum um framlag Bashar Murad, Wild West, í Söngvakeppni sjónvarpsins um helgina. Hafa ummælin vakið talsverða athygli en Helgi uppnefndi meðal annars Bashar með rasískum hætti.

„Verða úrslitin í kvöld heiðarleg eða verður þeim hagrætt af RÚV?? Ætla þeir á RÚV að láta grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba vinna?,“ skrifaði Helgi meðal annars í upphafi færslu á Facebook-síðu íslensku Þjóðfylkingarinnar en síðar breytti hann færslunni og fjarlægði verstu ummælin.

Upphaflega færsla Helga

Fannst mörgum það ekki sæmandi að framhaldsskólakennari við hefði slíkan talsmáta. Jóna Katrín Hilmarsdóttir. skólameistari ML, staðfestir í samtali við DV að kvartanir hafi borist og verið sé að funda um næstu skref.

„Okkur hafa borist þessar ábendingar. Við höfum verið funda um þetta mál í dag. Menntaskólinn á Laugarvatni lítur þessi ummæli mjög alvarlegum augum. Niðurstöðu í málinu er að vænta í kvöld. Við munum birta yfirlýsingu um málið í fyrramálið eða á hádegi á morgun,“ segir Jóna Katrín.

Helgi hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum í aðdraganda Söngvakeppninnar.
Helgi var kosinn fyrsti formaður íslensku Þjóðfylkingarinnar árið 2016 sem bauð fram lista í Suður-, Suðvest­ur- og Norðvest­ur­kjör­dæmi í alþingiskosningunum sama ár en hatrammar deilur urðu til þess að flokkurinn náði ekki að bjóða fram í öðrum kjördæmum. Lagði flokkurinn áherslu á að vernda íslenska þjóðmenningu og fullveldi Ísland auk þess sem flokkurinn hafnaði fjölmenningu og lýsti því formlega yfir að barist yrði gegn því að moskur yrðu reistar hérlendis.
Helgi lét af formennskunni ári síðar en tók síðar við sem varaformaður og hefur verið afar virkur á Facebook-síðu flokksins þar sem hann skrifar iðulega færslur um innflytjendamál.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug