fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Benedikt útilokar ekki að kvikan nái að brjótast upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikuhlaup átti sér stað á Reykjanesskaga á laugardaginn og voru Grindavíkurbær og Svartsengi rýmd vegna þess. Það fór þó svo að ekki braust út gos og gat fólk því varpað öndinni léttar. Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja nákvæmlega fyrir um hvaða sviðsmynd muni verða ofan á á næstu dögum og hvort það gjósi eða ekki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að atburðarásin, sem fór af stað á laugardaginn, hafi verið mjög lík því sem gerðist í gosunum við Grindavík nema hvað aflögunarmerkin voru veikari.

Kvikumagnið við Svartsengi hafi verið orðið svipað og talið er að hafi hlaupið úr kvikuhólfinu í gosinu 8. febrúar . Skjálftahrina hafi farið af stað en það sé einkenni þess að kvika sé á hreyfingu neðanjarðar.

Hvað varðar hvort það komi nýtt hlaup á næstu dögum eða hvort kvikan úr hlaupinu á laugardaginn nái að komast upp á yfirborðið segir Benedikt að báðir möguleikar komi til greina en fyrri möguleikinn sé það sem við höfum vanist að undanförnu en síðari möguleikanum svipi til gosanna í Fagradalsfjalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“