fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Hjónabandið sagt hanga á bláþræði: Allar brúðkaupsmyndirnar horfnar – ,,Ekki gera okkur þetta!“

433
Sunnudaginn 3. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það að hjónaband Wesley Fofana og eiginkonu hans Cyrine hangi nú á bláþræði.

Frá þessu greina enskir miðlar en Fofana er nafn sem margir kannast við og leikur hann með Chelsea á Englandi.

Fofana hefur upplifað erfið tvö ár hjá Chelsea en hann hefur glímt við mikið af meiðslum og er afskaplega lítið til taks.

Enskir miðlar segja að Fofana sé hættur að fylgja eiginkonu sinni á Instagram og gerði Cyrine slíkt hið sama – þau gengu í það heilaga fyrir tveimur árum síðan.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er búið að eyða öllum brúðkaupsmyndunum af Instagram og er mögulegt að parið sé að skilja.

Fofana er 23 ára gamall og hefur hingað til aðeins spilað 15 deildarleiki með Chelsea en hann kynntist eiginkonu sinni er hann var 18 ára.

,,Eruði að spila einhvern leik hérna? Hvar eru myndirnar?“ sendir einn á Fofana á Instagram og bætir annar við: ,,Þið voruð fullkomin saman, ekki gera okkur þetta!“




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina