fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Jóni brugðið þegar hann sá seðilinn – Man ekki eftir að hafa séð aðra eins hækkun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Norðfjörð segir að honum hafi verið brugðið þegar hann sá álagningarseðil 2024 frá Suðurnesjabæ þar sem hann er búsettur. Jón skrifar grein um málið í Morgunblaðið í dag og segir að það hljóti að vekja athygli þegar fast­eigna­skatt­ur hækk­ar um 26% á milli ára án nokk­urs rök­stuðnings eða skýr­inga.

Jón, sem er fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri Kölku sorpeyðing­ar­stöðvar, bendir á að aðilar vinnu­markaðar­ins hafi í yf­ir­stand­andi samn­ingaviðræðum ít­rekað lagt fram ósk­ir um að ríki og sveit­ar­fé­lög tak­marki mjög hækk­an­ir ým­issa skatta og gjalda. Mark­mið kjara­samn­inga gangi meðal ann­ars út á að stuðla að lækk­un verðbólgu og vaxta sem víða séu að sliga heim­ili fjár­hags­lega. Til að það mark­mið ná­ist sé mjög brýnt að halda niðri öll­um skött­um og verðlagi. Bendir hann á að til séu sveit­ar­fé­lög sem hunsi þessi til­mæli á meðan sum­ar versl­an­ir, svo sem BYKO, IKEA og fleiri, hafi svarað kallinu og jafn­vel boðað verðlækk­an­ir næstu mánuði.

Man ekki eftir öðru eins

„Þegar ég skoðaði álagn­ing­ar­seðil 2024 frá Suður­nesja­bæ, þar sem ég bý, var mér brugðið og mér datt helst í hug að bæj­ar­stjórn­in hefði verið meðvit­und­ar­laus um ákall aðila vinnu­markaðar­ins um hóf­leg­ar hækk­an­ir gjalda. Fast­eigna­skatt­ur á mína fast­eign hafði hækkað um rúm­lega 26% frá ár­inu 2023 og sorp­gjöld um tæp 32%. Ég man ekki eft­ir að hafa séð svona mikla pró­sentu­hækk­un fast­eigna­gjalda hjá mér frá því að ég flutti inn í húsið mitt árið 1967,“ segir Jón í grein sinni.

Hann nefnir að álagn­ing fast­eigna­skatts taki mið af fast­eigna­mati sem hafi verið breyti­legt frá ári til árs, yf­ir­leitt til hækk­un­ar.

„Sem dæmi hækkaði fast­eigna­mat í Suður­nesja­bæ næst mest á öllu land­inu árið 2019, eða um 17,7%. Þegar hækk­an­ir á fast­eigna­mati eru mikl­ar þarf bæj­ar­stjórn að gæta þess að hlut­fall álagn­ing­ar lækki á móti. Það er sann­girn­is­mál að koma í veg fyr­ir öfga­full­ar og ótíma­bær­ar hækk­an­ir,“ segir hann.

Vill fá útskýringar og rökstuðning

Jón birtir með grein sinni yfirlit sem tekur mið af gjöldum sem lögð hafa verið á fasteign hans en á því má sjá þróun fasteignagjalda í Suðurnesjabæ frá árinu 2018 þegar Sandgerði og Garður sameinuðust til og með árinu 2024. Þá má sjá á yfirlitinu breytingu milli áranna 2023 og 2024.

„Suður­nesja­bær er tekju­hæsta sveit­ar­fé­lagið á Suður­nesj­um á hvern íbúa árið 2021 sam­kvæmt ár­bók sveit­ar­fé­laga. Þegar skoðuð eru 20 fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lög lands­ins er Suður­nesja­bær fimmta tekju­hæsta sveit­ar­fé­lagið á hvern íbúa,“ segir hann.

Jón fer svo svo yfir fjárútlát Suðurnesjabæjar og bendir á að hagræðing sameiningar Sandgerðis og Garðs virðist ekki hafa skilað sér nægilega vel hvað varðar launa- og starfsmannakostnað. Segir hann að eðlilegt sé, miðað við aðstæður, hvers vegna bæjarstjórn Suðurnesjabæjar vill ekki vera þátttakandi í því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.

„Ég vil hvetja bæj­ar­stjórn til að koma með út­skýr­ing­ar og ít­ar­leg­an rök­stuðning til okk­ar bæj­ar­búa fyr­ir þess­um miklu hækk­un­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“