fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hjálmar segist fagna skoðun á fjárreiðum BÍ – „Þarna er ekkert að fela“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. febrúar 2024 12:30

Hjálmar segist ekki vita um hvað skoðunin snúist en hyggst spyrjast fyrir um það hjá stjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekkert vita um hvað skoðun stjórnar á reikningnum snúist. Hann muni spyrjast fyrir um það og hafi sjálfur ekkert að fela.

„Ég hef ekki verið spurður um eitt eða neitt. Þar af leiðandi get ég engu svarað um hvað sé þarna á ferðinni en ég mun að sjálfsögðu óska eftir upplýsingum frá stjórn um það um hvað málið snýst,“ segir Hjálmar.

Opið og gagnsætt

DV greindi frá því á miðvikudaginn, 21. febrúar, að stjórn BÍ hefði samþykkt að láta skoða fjárreiður félagsins aftur í tímann. Upphaflega átti skoðunin að vera þrjú ár aftur í tímann en bókari vildi að sú skoðun yrði víðtækari og því var samþykkt að láta skoða fjárreiðurnar tíu ár aftur í tímann.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ og starfandi framkvæmdastjóri, sagði þetta gert vegna þess hversu erfitt hafi gengið að fá skoðunaraðgang reikninga frá Hjálmari. En hann sagðist ekki vilja veita aðganginn vegna viðkvæmra upplýsinga um hagi blaðamanna, svo sem hverjir væru að fá styrki vegna krabbameins eða sálfræðimeðferðar.

Hjálmar segist ekki vera smeykur við skoðun á reikningunum. „Þetta er allt saman opið og gagnsætt og hefur alla tíð verið. Öll gögn eru til,“ segir hann. „Ég fagna því að þetta sé skoðað. Þarna er ekkert að fela. Rekstur og hagur félagsins sýnir það með skýrum hætti.“

Alltaf til í að funda

Hjálmari var sagt upp störfum þann 10. janúar, að sögn stjórnar vegna trúnaðarbrests. En hann gegndi einnig stöðu formanns um langt skeið. Í fundargerðum kemur fram að Hjálmar hafi óskað eftir fund með stjórn en síðan dregið það til baka.

Sjá einnig:

BÍ skoðar reikninga tíu ár aftur í tímann eftir tilmæli bókara – Gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar frá Hjálmari

„Ég óskaði eftir fundi með stjórn félagsins þegar mér var sagt upp fyrirvaralaust. Það var ekki orðið við því á þeim tíma,“ segir hann. „En ég er alltaf tilbúinn til að funda með stjórninni.“

Kvittur um formannsframboð

Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi Blaðamannafélagsins í vor. Kvittur hefur komist á kreik um að Hjálmar verði í framboði til formanns gegn Sigríði Dögg.

Aðspurður um þetta segist Hjálmar hafa verið á vaktinni fyrir félagið í 35 ár og vísar í gríni í þekkta línu Michael Corleone úr kvikmyndinni The Godfather: Part III. „Just When I Thought I Was Out, They Pull Me Back In!“

Hins vegar segir hann formannsframboð ekki á dagskránni hjá sér. „Nei, ég hef engar fyrirætlanir um það,“ segir hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“