fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:00

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist eiga von á að því að hælisleitendum hér á landi muni fækka verulega á næstu árum. Guðrún er gestur Dagmála á mbl.is þar sem þetta kemur fram en að auki er fjallað um málið á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Greiningarvinna á svigrúmi Íslendinga til að taka á móti hælisleitendum stendur yfir og telur hún að hún muni leiða til verulegrar fækkunar þeirra.

„Ég held að í raun muni Ísland ekki geta tekið á móti nema kannski 500 [á ári],“ seg­ir Guðrún sem tekur þó fram að sú tala sé ekki sett fram af neinni ábyrg enda liggi ekkert fyrir um fjölda eða kostnað.

Bendir Guðrún á að ekki sé hægt að leiða hjá sér ákall úr heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, félagslega kerfinu og sveitarfélögum.

„Það finna vita­skuld all­ir fyr­ir því þegar á tveim­ur árum koma hingað níu þúsund manns í gegn­um vernd­ar­kerfið,“ segir hún meðal annars í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro