fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Dýralæknar í Grafarholti fengu óvenjulegt mál inn á borð til sín í vikunni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti fékk kött til sín í heimsókn síðastliðinn þriðjudag. Eigandinn kom með kisu þar sem hún var búinn að léttast og borða lítið.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Dýralæknamiðstöðvarinnar í gær kemur fram að þetta hafi byrjað eftir að eigandinn flutti í annað húsnæði um það bil tveimur vikum áður.

„Við tókum röntgen og í ljós kom að kötturinn hafði gleypt risa öngul. Kötturinn fór því auðvitað í aðgerð þar sem 4cm langur öngull var fjarlægður,“ segir í færslunni.

Bent er á að líkaminn sé merkilegur enda hafði öngullinn, sem er oddhvass, grafið sig út úr meltingarveginum og fannst hann í kviðarholinu. Þar hafði myndast hylki utan um öngulinn sem eru eðlileg viðbrögð líkamans við aðskotahlut. Varnaði þetta því að önnur líffæri hlytu skaða af.

„Taka má fram að eigandi kisu býr nálægt veiðiá og þessi saga undirstrikar mikilvægi þess að við tvífætlingarnir göngum vel um umhverfið því hætturnar leynast víða.

Mitzy fór ánægð heim með engan öngul (nema í poka) og óskum við henni góðs bataferlis,“ segir í skeytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups