fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Anna segir að Íslendingum sem flytja til Tenerife fjölgi ört

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingunum á Tenerife fer ört fjölgandi og mun ekki líða á löngu uns þeir verða fleiri en Íslendingar á Íslandi,“ segir Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Anna hefur verið búsett á Tenerife í fjögur og hálft ár þar sem hún unir hag sínum vel. Hún heldur úti dagbók á Facebook þar sem hún segir frá því sem á daga hennar drífur og vekja pistlarnir jafnan mikla athygli.

Í dag skrifar hún um Íslendinga á eyjunni fögru sem hún kallar Paradís.

„Nei, það er nítjándi í dag“ sagði kona á íslensku í símann þegar ég mætti henni á leið heim af Búkkanum í gærkvöldi. Ég hváði við, en áttaði mig svo á því að Guðrún Sigríks var þarna á ferð, ein af Íslendingunum sem eiga vetrardvöl á Tenerife.“

Anna bendir á að Íslendingum fjölgi hratt á svæðinu og skýtur hún á að þeir hafi verið kannski 100 áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, en svo farið niður í 50 þegar faraldurinn var í hámarki.

„Þeir eru að minnsta kosti 300 í dag en vafalaust mun fleiri og fer fjölgandi. Með þessu á ég við þá sem búa hér að staðaldri eða hafa hér vetursetu, en ekki þá sem dvelja hér í örfáar vikur, en þeir skipta þúsundum.“ Ég skil það mjög vel, enda gott að dvelja og búa á Tenerife.“

Anna sagði einmitt í færslu á dögunum að hún muni ekki eftir öðrum eins vetri síðan hún flutti til Tenerife – hann hafi verið einkar góður og veðrið dálítið annað en Íslendingar eiga að venjast, jafnvel á bestu sumardögum.

„Fyrsti veturinn minn hérna var vissulega góður, en það komu kaldir dagar inn á milli og við bölvuðum kuldanum þar sem hámarkshiti dagsins rétt náði 20°C og einn daginn náði hann einungis 19°C og þá var svo sannarlega kalt í Paradís. Næstu þrír vetur á eftir voru enn kaldari, hámarkshiti dagsins rétt náði 19°C og í fyrra nokkrum sinnum 18°C og lágmarkshiti næturinnar fór iðulega niður í 13°C og þá var kalt í Paradís. Þennan vetur veit ég aldrei þess dæmi að hámarkshiti dagsins hafi farið niður fyrir 22°C og lágmarkshiti næturinnar niður fyrir 17°C,“ sagði hún og bætti við að lífið léki við eyjarskeggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði