Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu í kvöld gegnAl-Feiha.
Al-Nassr var mun sterkari aðilinn í þessum leik en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Ronaldo.
Ronaldo er einn besti leikmaður sögunnar að margra mati og er að raða inn mörkum í Sádi Arabíu.
Al-Nassr spilaði leikinn á útivelli og vann 1-0 en Ronaldo kom boltanum í netið á 81. mínútu.
Portúgalinn og hans menn eru því í flottum málum fyrir seinni leikinn á heimavelli.