fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Fær ekki krónu í bætur: Lakkið stórskemmdist eftir framúrakstur á Hvalfjarðarvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið TM eftir að kona stefndi félaginu og krafðist þess að fá bætur úr kaskótryggingu tryggingafélagsins.

Tjón varð á bifreið konunnar þegar henni var ekið á Hvalfjarðarvegi þann 21. janúar í fyrra. Annarri bifreið var ekið fram úr bifreið konunnar og vildi hún meina að við framúraksturinn hafi bifreiðin ausið upp vegg af lausri olíumöl framan við bifreiðina sem hún komst engan veginn hjá að aka á. Þessi áakstur olli umtalsverðum skemmdum á lakki bifreiðarinnar.

Konan fór með bifreiðina á verkstæði og tilkynnti tjónið til TM. Í dómnum kemur fram að TM hafi hafnað bótaskyldu á þeim grundvelli að umrætt tjón félli ekki undir gildissvið kaskótryggingarinnar.

Fram kemur að konan hafi leitað til úrskurðarnefndar í vátryggingum sem kvað upp úrskurð í maí í fyrra. Var niðurstaða nefndarinnar á þann veg að grjótkast gæti ekki talist til tjónsorsaka sem tilgreindir eru í skilmálum kaskótryggingarinnar og því ætti hún ekki rétt á bótum úr tryggingunni. Sætti konan sig ekki við þá niðurstöðu og ákvað að höfða mál.

Deilt var um það hvort grjótkast væri bótaskylt samkvæmt skilmálum tryggingarinnar; konan vildi meina að tjónið félli undir gildissvið kaskótryggingarinnar en TM var því ósammála. Héraðsdómur tók undir með TM og taldi konunni ekki hafa tekist að færa sönnur á að tjónsatvikið falli undir skilmála kaskótryggingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað