Fjórtán leikmenn Breiðabliks í Bestu deild karla verða samningslausir eftir að tímabilinu lýkur, ljóst er að nokkrar breytingar gætu orðið í Kópavoginum að loknu tímabili.
Allt bendir til þess að Gísli Eyjólfsson sé að yfirgefa félagið og semja við Halmstad í Svíþjóð.
Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins síðasta haust og gæti verið að fara leiða félagið í gegnum miklar breytingar.
Nokkur stór nöfn eru að verða samningslaus í Kópavoginum en þar má nefna fyrirliðann, Höskuld Gunnlaugsson. Markvörðurinn, Anton Ari Einarsson er einnig að renna út.
Varnarmaðurinn Damir Muminovic er að renna út í haust og Jason Daði Svanþórsson er einnig á þessum lista. Allir þessir leikmenn geta innan tíðar farið að ræða við önnur félög.
Samningslausir í lok tímabils:
Alexander Helgi Sigurðarson
Andri Rafn Yeoman
Anton Ari Einarsson
Brynjar Atli Bragason
Damir Muminovic
Eyþór Aron Wöhler
Gísli Eyjólfsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Jason Daði Svanþórsson
Kristinn Jónsson
Kristinn Steindórsson
Kristófer Ingi Kristinsson
Oliver Sigurjónsson
Pétur Theódór Árnason