fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þetta skaltu ekki setja í Airfryer

Pressan
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 13:30

Airfryer. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Airfryer eru orðnir almannaeign og það heimili vandfundið þar sem slíkt tæki er ekki til. Á Internetinu og í fjölda bóka er hægt að fá hugmyndir og leiðbeiningar um hvað er hægt að elda í Airfryer en það er eitt og annað sem er betra að sleppa að setja í slík tæki af því að maturinn verður ekki góður, það er til einfaldari aðferð til að matreiða hann eða af því að það er beinlínis hættulegt að setja hann í Airfryer.

Eitt af því sem sérfræðingar í notkun Airfryer mæla með er að tækið sé ekki yfirfyllt því þá verður erfiðara að láta matinn verða stökkan og það tekur lengri tíma að brúna hann.

Meðal þess sem aldrei á að setja í Airfryer er:

Ekki yfirfylla tækið. Það er vel hægt að setja heilan kjúkling í stóra Airfryer en það á ekki að fylla grindina upp með frönskum kartöflum og grænmeti.

Airfryer hentar vel undir heilan kjúkling eða svínasteik en það er ekki snjallt að setja stór kjötstykki í og reikna með að tækið sjái um restina. Það getur verið erfitt að láta kjöt brúnast í Airfryer svo það er betra að brúna það á pönnu eða leggja það í maríneringu með olíu og sojasósu áður en það fer í Airfryerinn.

Pasta á ekki erindi í Airfryer. Það gefur einfaldlega ekki neina meiningu að ætla að sjóða pasta í Airfryer. Notaðu bara pott.

Það sama á við um hrísgrjón. Notaðu pott.

Það er vinsælt að gera franskar kartöflur, ofnbakaðar kartöflur og rótargrænmeti í Airfryer en ef þú vilt bara soðnar kartöflur þá skaltu bara nota pott.

Hafragraut á ekki að elda í Airfryer. Pottur er lausnin.

Airfryer er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti. Tækið er alveg upplagt til að útbúa hollari útgáfur af réttum sem þarf venjulega að nota mikla olíu eða fitu í. En það þarf samt sem áður oft að nota smávegis olíu þegar þessi matur er eldaður í Airfryer. Ekki nota ólífuolíu því hún brennur við háan hita. Betra er að nota repjuolíu eða sólblómaolíu í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu