fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hræðileg aðkoma eftir að fallhlífin opnaðist ekki – Síðustu andartökin náðust á myndband

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. janúar 2024 22:00

Húsið sem Odinson stökk af í Pattaya er 29 hæðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur fallhlífarstökkskennari, Nathy Odinson að nafni, hrapaði til bana þegar hann stökk af húsþaki í borginni Pattaya í Tælandi á laugardag. Síðustu andartökin náðust á myndband þar sem hann var að láta taka myndband af stökkinu fyrir samfélagsmiðla.

„Fallhlífin sem hinn látni notaði bilaði og var ekki stillt eins og hún átti að vera. Rannsóknarlögreglumenn eru að rannsaka málið. Þeir eru að skoða fallhlífina,“ sagði Kamolporn Nadee, varðstjóri í lögregluumdæminu Bang Lamung sem Pattaya tilheyrir, við breska dagblaðið The Daily Mirror.

Odinson var enginn nýliði í fallhlífarstökki.

Odinson var 33 ára gamall og hafði verið búsettur í Tælandi um nokkurra ára skeið. Hann starfaði sem kennari í fallhlífarstökksskóla þar í landi. Þá var hann einnig virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann sýndi fallhlífarstökk. Á Facebook var hann með 10 þúsund fylgjendur.

Húsið sem Odinson stökk af er 29 hæða hátt. Fallhlífarstökk af húsþökum er harðbannað, en í daglegu tali er það kallað „base-jumping“ á ensku. Þrátt fyrir það hafði Odinson margsinnis stokkið fram af þessu húsi áður, en það er íbúðarhúsnæði. Á Facebook síðu hans hans má einnig sjá hann stökkva af mörgum öðrum byggingum.

Hræðileg aðkoma

Vinur Odinson var með honum upp á húsinu og myndaði þegar hann stökk, um klukkan 19:30. Fallhlífin opnaðist ekki og hrapaði Odinson til bana. Hann lenti fyrst á tré áður en hann hrapaði til jarðar.

Á myndbandinu áður en Odinson stökk má heyra hann brosa og athuga með búnað sinn, þar á meðal myndavél áfasta hjálminum. Svo segir hann „Þrír, tveir, einn, sjáumst!“ og stekkur.

„Ég heyrði hljóðið í trénu og hélt að það væri grein að detta til jarðar,“ sagði öryggisvörðurinn Kanet Chansong sem stóð nærri við fréttamiðilinn ETN Thailand. „Kona öskraði svo að ég gekk að henni og sá að þarna var manneskja sem var látin. Ég sá að manneskjan hafði stokkið niður af húsinu.“

Stökkið var ólöglegt.

Sjúkrabíll var fljótur á staðinn og var Odinson úrskurðaður látin á staðnum. Það var aldrei nein spurning.

„Hann var í hræðilegu ásigkomulagi þegar við komum,“ sagði varðstjórinn Nadee. Blá fallhlíf sást við hliðina á honum, ekki alveg komin út úr pokanum.

Rannsókn lögreglu lýtur að því hvernig Odinson fór að því að framkvæma stökkið. Vinur hans sem tók myndbandið hefur verið yfirheyrður. Myndbandið er notað sem sönnunargagn í málinu, sem og myndbönd úr nærliggjandi eftirlitsmyndavélakerfum.

Ein mistök

Ed Harrison, bróðir Odinson, sagði við The Sun að þrátt fyrir að bróðir sinn hefði stokkið yfir fimm þúsund sinnum í fallhlíf hefði hann gert mistök í þetta skiptið og það hefði kostað hann lífið.

Á myndbandinu sæist að Odinson héldi í litla hlíf sem á að kasta átt að vindinum og hún myndi draga út stóru hlífina. Þessi litla hlíf hafi hins vegar verið föst í beislinu og því aldrei átt möguleika á að toga stóru hlífina út.

„Þetta er mjög einfaldur hlutur og maður getur séð að hann hafi reynt að laga beislið. En hann hafði ekki gáð nógu vel og enginn annar heldur. Fallhlífarstökk af húsþökum er hættulegt af því að þú færð ekki annað tækifæri, sagði Harrison.

„Margir munu sakna hans. Hann var alltaf fjörugur, hafði gaman af lífinu og var góður með börnum. Hann var hetja í augum minna þriggja barna,“ sagði Harrison. „Hann hafði stokkið í Ameríku, Spáni, Nýja Sjálandi, Tælandi og Filippseyjum og eignast vini á öllum þessum stöðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“