fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Ásthildur: Fjársterkir og valdamiklir hópar ráða ferðinni – „Er veruleikafirringin algjör?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér á landi eru fjár­sterk­ir og valda­mikl­ir hóp­ar sem haga segl­um eft­ir vindi,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.

Ásthildur skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Er veruleikafirringin algjör?

„Sama hvernig viðrar þá er annaðhvort of lít­ill eða of mik­ill hag­vöxt­ur fyr­ir launa­hækk­an­ir. Venju­legt fólk fær aldrei að upp­skera ávöxt erfiðis síns, hvað þá að njóta vaf­ans. Við skul­um ekki ef­ast um að verðbólg­an hent­ar hinum fjár­sterku. Við sjá­um það á hagnaði bank­anna og ým­issa stór­fyr­ir­tækja, þar sem hvert metið er slegið á fæt­ur öðru. Veiðilend­ur viðskipta­bank­anna eru heim­ili lands­ins sem mörg berj­ast nú í bökk­um vegna yf­ir­gengi­legr­ar græðgi og arðsem­is­kröfu fjár­festa,“ segir Ásthildur í grein sinni.

Eitur í beinum valdamikilla hópa

Hún segir að kröf­ur venju­legs launa­fólks um að eiga fyr­ir fæði, klæði og hús­næði, séu eit­ur í bein­um þess­ara hópa.

„Þeim þykir það fá­rán­leg og óá­byrg krafa að verka­lýðsfé­lög fari fram á laun sem duga til fram­færslu, því það get­ur komið eitt­hvað niður á of­ur­hagnaði þess­ara fyr­ir­tækja, en gera mun ít­ar­legri kröf­ur um ávöxt­un eig­in hluta­fjár. Rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn ger­ast hand­bendi fjár­magnseig­enda. All­ar aðgerðir miða að því að tryggja þeirra hlut. Það er al­menn­ing­ur sem ber þung­ann og búið er að flokka sem „ásætt­an­leg­an fórn­ar­kostnað“,“ segir hún og er ómyrk í máli.

Í grein sinni segir hún að breiðfylk­ing verka­lýðsfé­lag­anna hafi sett fram vel ígrunduð samn­ings­drög með það að mark­miði að ná niður verðbólgu og vöxt­um og auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur fólks með öðrum hætti en bein­um launa­hækk­un­um.

„Til­lög­um þeirra hef­ur verið hafnað, bæði af rík­is­stjórn­inni og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, með til­vís­un í „heild­ar­hags­muni“. Heild­ar­hags­muni hverra? Ekki eru það hags­mun­ir heim­il­anna,“ segir hún og heldur áfram:

„Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði, um leið og hann hengdi ábyrgðina á kjara­samn­ing­um um háls Grind­vík­inga, að það yrði að gera þá kröfu til allra að þau „tækju til­lit til heild­araðstæðna“ því eng­in ættu að vera tek­in úr þeim „heild­araðstæðum sem við öll vær­um föst í“.“

Þúsundir heimila standa höllum fæti

Hún segir að heild­araðstæðurn­ar séu ein­fald­lega þær að þúsund­ir heim­ila standa ekki und­ir hús­næðis­kostnaði sín­um. Spyr hún hvernig rík­is­stjórn­in ætli að bregðast við því.

„Staðreynd­in er sú að vegna óhóf­legra vaxta­hækk­ana, þar sem öllu meðal­hófi var fleygt út um glugg­ann, standa þúsund­ir heim­ila höll­um fæti. Ef ekki væri fyr­ir vaxta­byrðina, þyrftu verka­lýðsfé­lög­in ekki að kalla eft­ir 25 millj­arða króna leiðrétt­ingu á til­færslu­kerf­un­um.“

Ásthildur segir vitað mál að vaxta­lækk­an­ir hugn­ast ekki Seðlabankanum, sem hún segir að rík­is­stjórn­in hafi fram­selt vald sitt til.

„Því þó það sé erfitt að ímynda sér það er veru­leikafirr­ing­in jafn­vel enn meiri þar en hjá rík­is­stjórn­inni. Í Svörtu­loft­um virðast vaxta­lækk­an­ir hljóma eins og föður­lands­svik á meðan því er ein­mitt þver­öfugt farið. Það er lyk­il­atriði að lækka vexti og létta þannig byrðar heim­il­anna. Verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur unnið heima­vinn­una sína. Rík­is­stjórn­in ætti að taka hana sér til fyr­ir­mynd­ar og fara að vinna fyr­ir fólkið í land­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“