fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Íþróttafréttakona leitar að skemmdarvargi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 16:18

Skjáskot: RÚV/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona hjá RÚV, óskar í færslu í Facebook-hópi íbúa vesturbæjar Reykjavíkur eftir upplýsingum um skemmdarverk sem framið var fyrir utan heimili hennar í gærkvöldi.

Í færslunni skrifar Eva að líklega á milli klukkan 20-22 hafi verið keyrt utan í tvo bíla sem stóðu við heimili hennar. Viðkomandi hafi ekið þegar í stað á brott í átt að byggingunni sem áður hýsti Hótel Sögu.

Ekki kemur fram í færslunni hvort Eva á sjálf annan bílinn en hún birtir myndir af öðrum bílnum sem ekið var utan í og þar má sjá að áberandi rispur eru á hurðinni þeim megin sem keyrt var utan í hann og spegillinn þar að auki brotinn.

Eva segir að aðilinn sem keyrði utan í bílana hafi skilið hluta af eigin bíl eftir. Viðkomandi hafi brotið annan spegilinn, sem sé rauður og orðið hafi eftir á staðnum, af sínum eigin bíl en Eva birtir með færslunni mynd af speglinum. Hún segir að spegillinn sé af Toyota, Citroen eða Peugeot bíl miðað við það sem standi inni í honum.

Eva biður þau sem kunna að hafa séð eitthvað sem tengist málinu eða kannast við bíl sem vantar á spegil að hafa samband við sig. Einnig þau sem vita hugsanlega af myndavélum í nágrenninu sem gætu hafa tekið ákeyrsluna upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“