fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Eldur logar í íbúðarhúsi í Efrahópi í Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 15:04

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur logar í íbúðarhúsi í Efrahópi í Grindavík, en hraunstraumur rennur meðfram húsinu í götuna. Húsið er í byggingu og hefur ekki verið búið í því. Skammt frá eru önnur íbúðarhús sem búið hefur verið í.

Aukafréttatími var á RÚV kl. 14.30 og mátti sjá hraunstrauminn kveikja í húsinu í beinni útsendingu. 

Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár á Veðurstofu Íslands, segir hús ekki hönnuð til að standa af sér hraunrennsli.

„Það fer mikið eftir hæð hraunstraumsins en það stenst ekkert þessa áraun, hús eru ekki hönnuð til þess að standa svona af sér. Það má búast við að veggir gefi eftir út af álaginu og hitinn í hrauninu er slíkur að það brennur allt sem á vegi þess verður.“

Skömmu síðar náði hraunstraumurinn svo að húsi handan götunnar sem stendur nú einnig í ljósum logum.

Mynd: Skjáskot RÚV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið