fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Leit að manninum í Grindavík hefur verið hætt – Útilokar ekki að loka þurfi bænum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 19:19

Úlfar í kvöldfréttum RÚV. Skjáskot(/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík í fyrradag hefur verið hætt. Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

„Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar og það er engan veginn forsvararanlegt að senda sigmenn niður í sprunguna. Við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaðan er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum. Þannig að leit hefur því miður verið hætt,“ sagði Úlfar.

Úlfar sagði að lögregla hefði verið í samskiptum við fjölskyldu mannsins og hugur hennar sé hjá henni.

Aðspurður sagði Úlfar að engin ummerki hefðu fundist um manninn ofan í sprungunni.

Úlfar sagði að slysið væri hörmulegt og svæðið væri ótryggt. „Þessar sprungur eru stórhættulegar.“

Þegar Úlfar var spurður að því hvort til greina kæmi að loka bænum, sagði  hann: „Það kemur allt til greina,“ sagði hann en tók fram að engin ákvörðun þar að lútandi hefði verið tekin.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði að ákvörðun um að hætta leit væri þungbær og viðbragðsaðilar hefðu ekki viljað neitt meira en að finna manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“