fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Leit að manninum í Grindavík hefur verið hætt – Útilokar ekki að loka þurfi bænum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 19:19

Úlfar í kvöldfréttum RÚV. Skjáskot(/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík í fyrradag hefur verið hætt. Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

„Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar og það er engan veginn forsvararanlegt að senda sigmenn niður í sprunguna. Við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaðan er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum. Þannig að leit hefur því miður verið hætt,“ sagði Úlfar.

Úlfar sagði að lögregla hefði verið í samskiptum við fjölskyldu mannsins og hugur hennar sé hjá henni.

Aðspurður sagði Úlfar að engin ummerki hefðu fundist um manninn ofan í sprungunni.

Úlfar sagði að slysið væri hörmulegt og svæðið væri ótryggt. „Þessar sprungur eru stórhættulegar.“

Þegar Úlfar var spurður að því hvort til greina kæmi að loka bænum, sagði  hann: „Það kemur allt til greina,“ sagði hann en tók fram að engin ákvörðun þar að lútandi hefði verið tekin.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði að ákvörðun um að hætta leit væri þungbær og viðbragðsaðilar hefðu ekki viljað neitt meira en að finna manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið
Fréttir
Í gær

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn