fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Staksteinar afgreiða Hannes og Háskóla Íslands með Albaníuaðferðinni

Eyjan
Föstudaginn 5. janúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að athyglisverð og áþreifanleg afstöðubreyting birtist í skrifum staksteina Morgunblaðsins í morgun. Aldrei þessu vant virðast staksteinar í dag vera ritsmíð höfundar en ekki tilvitnun í ýmist Pál Vilhjálmsson eða Sigurð Má Jónsson, hverra smiðja, staksteinar leita gjarnan í.

Höfundur staksteina fjallar um það hvernig rektor Harvard háskóla, sem lengi hafi þótt einn fínasti háskóli heims, sagði af sér embætti í vikunni vegna ásakana um ritstuld. Fyrir vikið séu blikur á lofti í Harvard, „gráðurnar þaðan þyki ekki allar jafnfínar lengur, umsóknum um skólavist hefur fækkað og gjafafé gamalla stúdenta minnkað.“

Höfundur staksteina fárast yfir því að þótt Claudine Gay hafi neyðst til að segja af sér rektorsembætti vegna ritstuldarins, sem fyrir nemendur sé brottrekstrarsök, haldi hún samt prófessorsstöðu sinni og fullum rektorslaunum.

Hér á árum áður, þegar Sovétríkin voru og hétu, gerðist það stundum að Kínverjar fóru yfir strikið í orðum eða gjörðum að mati Kremlarherra. Þá var gjarnan gripið til þess ráðs í Kreml að beina harðri gagnrýni að Albaníu, alsaklausa af misgjörðum Kínverja, en nefna Kína ekki einu orði. Engum duldist hvert gagnrýninni var beint og var þetta nefnt Albaníuaðferðin.

Orðið á götunni er að staksteinar hafi í morgun beitt Albaníuaðferðinni með því að gagnrýna rektor Harvard fyrir ritstuld og fullyrða að vegna hans og viðbragða stofnunarinnar séu prófgráður frá Harvard gengisfelldar og gæði skólans rýrð – skólinn sé raunar kominn í vítisspíral vegna þessa.

Staksteinar hnykkja út með því að tína til að lítið fræðilegt liggi eftir Claudine Gay en hún hafi hins vegar gert sig gildandi á hinu pólitíska sviði.

Orðið á götunni er að þessi gagnrýni staksteina merki mikil tíðindi þar sem bersýnilega beiti sá sem á penna heldur Albaníuaðferðinni. Gagnrýninni sé alls ekki beint gegn hinni virtu menntastofnun í Cambridge í Massachusetts heldur gegn Háskóla Íslands. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson hlaut dóm bæði í héraðsdómi og Hæstarétti fyrir ritstuld en hélt stöðu sinni sem prófessor við Háskóla Íslands þrátt fyrir að ritstuldur sé að sönnu brottrekstrarsök fyrir nemendur þess skóla. Þá séu líkindin milli fyrrverandi rektors Harvard og Hannesar sláandi þegar að því kemur að þau hafi hlotið sinn framgang fremur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og -afskipti en framlag á fræðasviðinu.

Orðið á götunni er að nú sé vík milli vina en Hannes Hólmsteinn hefur löngum verið ástmögur Morgunblaðsins, ekki síst eftir að núverandi ritstjóri kom þar til starfa. Nú hafi staksteinar hins vegar beitt Albaníuaðferðinni til að lýsa þeirri skoðun að prófgráður frá Háskóla Íslands séu lítils virði í ljósi þess að skólinn tók aldrei með neinum hætti á ritstuldarmáli Hannesar Hólmsteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist