fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ísland komst næst best út úr faraldrinum samkvæmt nýrri rannsókn OECD

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 13:30

Þórólfur Guðnason þáverandi sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ríki OECD komust hjá umframdauðsföllum í COVID-19 faraldrinum samkvæmt nýrri rannsókn stofnunarinnar, sem er þó ekki alveg lokið. Ísland var með næst lægstu tíðnina.

Aðeins Nýja Sjáland var með lægri tíðni en á eftir Íslandi koma Noregur og Írland. Eru þetta þau ríki sem komu best út úr faraldrinum allra ríkja OECD samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarinnar.

Umframdauðsfölll eru þau dauðsföll sem eru umfram það sem telja mætti eðlilegt á hverjum tíma. Í rannsókn OECD er litið til áranna 2020 til 2022, þegar covid faraldurinn stóð sem hæst.

Með því að mæla umframdauðsföll í samfélaginu er hægt að sjá hversu margir dóu líklega vegna faraldursins þrátt fyrir að hafa ekki endilega verið greindir með sjúkdóminn. Reiknað út frá dauðsföllum á fyrri árum.

Þessi rannsókn OECD er öðruvísi en fyrri rannsóknir að því leyti að hún tekur breytingar á fólksfjölda og lýðfræðilegum hópum, svo sem aldurshópum, inn í jöfnuna. En faraldurinn kom mun verr niður á eldra fólki en yngra.

Mikil umræða um umframdauðsföll

Umframdauðsföll hafa mikið verið í umræðunni á undanförnum árum. Meðal annars hefur evrópska tölfræðistofnun Eurostat reglulega gefið út nýjustu tölur um umframdauðsföll. Tölur Eurostat sýndu háa tíðni á Íslandi eftir að hömlum var aflétt.

Embætti Landlæknis og Hagstofa Íslands töldu hins vegar útreikning Eurostat villandi. Mánaðarlegar dánartölur væuru áætlaðar út frá vikulegum tölum Hagstofu. Tíðnin væri mun lægri hér á landi en Eurostat sýndi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“