„Ég er tónlistarkona, ég er tónskáld, ég er útsetjari og ég er líka skemmtikraftur, og enginn getur skemmt eins og Leoncie. Nobody Is Born In This Country Who Can Do What I Can Do. Þess vegna hata íslenskir hamfaratónlistarmenn mig svo mikið,“ segir tónlistarkonan Leoncie. sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
„Ég dó næstum síðustu jól,“ segir hún og svarar aðspurð að rétt fyrir síðustu jól hafi hún fengið afar slæmar fréttir.Mál sem rekið var fyrir héraðsdómi á síðasta ári hafa verið henni afar erfitt. Dómarinn hafi verið kynþáttahatari, iðulega gert lítið úr henni og ranghvolft augum yfir henni. „Það þýðir ekki að reyna að hræða mig,“ segir Leoncie sem segist hafa skrifað bréf til til dómsmálaráðherra og segir myndavélar þurfa að vera á dómara og lögmönnum. Spyr hún hvort dómstólar hérlendis séu bara dýragarðar.
Leoncie hefur búið hérlendis í fjölda ára, er íslenskur ríkisborgari og gift íslenskum manni. Hún hefur ávallt sagt að Íslendingar taki henni og tónlist hennar ekki vel. Aðspurð um af hverju hún vilji þá yfirhöfuð búa hérlendis sagði hún að það væri vegna þess að eiginmaðurinn væri íslenskur, en landið verði verra og verra í hvert sinn sem þau hjónin komi aftur heim eftir að hafa dvalið erlendis.
Leoncie segir að henni hefði verið útskúfað á öllum íslenskum útvarpsstöðvum, þar á meðal Bylgjunni. „Ég hef verið útskúfað hér á Bylgjunni, This Bloody House.“
Segir hún lögin hennar spiluð erlendis og þar sé mikið að gera hjá henni, hún fari reglulega að skemmta í Bretlandi, til Indlands og til Danmerkur. „Fólk hatar mig ekki eins og íslenskir hamfaratónlistarmenn gera.“
„Hver er ég? Who Am I? Ég kalla mig indverska prinsessan,“ segir Leoncie, aðspurð um hvort hún sé fædd á Indlandi. „Let´s Confuse You.“ Segist hún fædd í Ástralíu og á Indlandi, foreldra hennar blandaða, og sig vera af breskum, indverskum, hollenskum og rússneskum uppruna.
Hún segir vinsælustu lög sín vera Come on Victor, Enginn trekantur hér, Litli sjóarinn, Bang Bang, Killer In The Park. „Það er ekkert sem heitir dæmigert Leoncie lag, ég er svo fjölhæf,“ segir Leoncie, sem segist vakna snemma alla daga og byrja að semja. „Ég hreinsa heimilið, sem lög og er að skrifa ævisöguna mína. „Ég get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig,“ sagði hún og að líf hennar hefði verið gert óbærilegt með allskonar lygasögum.
Leoncie er að skrifa ævisöguna, semja tónlist fyrir indverskar heimildamyndir, fyrir utan tónlistina þá segist hún elda dansk/indversk/portúgalskan mat og þrífa heimilið daglega í 3-4 klst. Á dag. Allt verður að vera fágað og fínt og hún hafi alltaf viljað hafa fínt í kringum sig. Hún saumi einnig eigin fatnað. Hún á þrjú systkini sem búsett eru í Kanada, en hún segir alltof kalt þar fyrir sig, hún myndi frekar kjósa Danmörku eða Spán sem heimili sitt.
„Ég er ekki að móðga þig þegar ég segi þetta, þú mátt ekki taka því þannig,“ segir Heimir. „Já reyndu að móðga mig, ég rassskelli þig,“ segir Leoncie. „Þú mátt rasskella mig það er allt í lagi. Helst í buxunum takk,“ segir Heimir, þegar Leoncie spyr hvort hann vilji vera í buxunum eða án.
Leoncie segir Heimi að vera ekki svona fordómafullur loksins þegar spurningin var borin upp og hann segir tónlist hennar ólíka öllu öðru. Segir hann hana með sinn eigin stíl og svarar Leoncie að margir vilji stæla hana og hennar tónlist. Segir hún íslenska tónlist mjög leiðinlega og „allt stolið héðan og þaðan. They Don´t Know How To Do Music, svo fordómafullir og lokaðir.“
Stutt er síðan Leoncie kom fram á Lemmy í miðbæ Reykjavíkur og næsta gigg er framundan með Dr. Spock á Græna hattinum á Akureyri. Segir hún Dr. Spock, Finn Karlsson sem á Lemmy og fleiri staði, og Jakob Magnússon vera góðar manneskjur. „Hafið þið áhuga á því? Hver hefur áhuga á sannleikanum um Leoncie?“
Leoncie gefur lítið fyrir nafngreindar íslenskar hljómsveitir sem njóta velgengni erlendis. „Af hverju búa þeir ekki við hliðina á Sylvester Stallone og Madonnu? Af hverju koma þeir hlaupandi hingað. Sumir Íslendingar búa í Los Angeles og koma hlaupandi hingað heim til að fara í Eurovision. You Call That velgengni, I Call That Bullshit. Reyndu að setja Any Of That Icelanders On Stage With Me, I´ll Erase Them,“ segir Leoncie, sem segist hafa reynt að komast að í Eurovision hérlendis, en hún sé of góð fyrir Íslendinga. „She Has Dark Eyes Ans She Is From India. So Screw You All. Screw Everyboduy.“
Segist hún hafa fengið bréf frá dagskrárstjóra RÚV um að hún hafi ekki komist áfram í Eurovision, staðreyndin sé að hún hafi ekki fengið tækifæri til að taka þátt þrátt fyrir að hafa sent inn lög. Hafi svo verið hefði hún rústað keppninni.
„Þetta þola ekki hvítir Íslendingar. Allt á Íslandi, Whether You Like It Or Not, þetta er ekki móðgun, allt snýst um sifjaspellstengsl.“
Segir hún Íslendinga lokaða, fordómafulla í hennar garð og rasista. „Íslendingar, ekki allir Íslendingar, heldur bara tónlistarlistahrúga eru mikilmennskubrjálæðingar með minniháttarkennd.“
Ævisagan kemur út þegar lögmaðurinn hennar og indverski forsætisráðherrann gefi leyfi fyrir að hún komi út. Segist hún alltaf vilja láta lögmann sinn lesa yfir hennar verk, ekki lögin hennar samt. Segist hún hafa gefið út bækur áður, sem komið hafi út erlendis.
„Ástæðan fyrir því að ég vil ekki láta Íslendinga og sérstaklega ykkur í fjölmiðlum vita er að þið eruð skemmdarvargar. That´s a Fact, það eina sem þið fáið að vita um mig, er það sem ég leyfi ykkur að vita. Íslendingar bara skálda, kalla mig alls konar ónöfnum. Íslenskuhópur hefur stolið nafninu mínu og gert Wikipediasíðu um mig.
Þú ert lokaður í heilabúið og vilt skilja það sem þú vilt skilja,“ segir Leoncie við Heimi þegar hann segir í lokin að henni líki ekki sérstaklega vel við Íslendinga. „Ég vil vera hluti af íslensku tónlistarlífi, en ekki haldið í burtu, vegna þess að þetta fólk er ómenntað, lifir á spenanum og þolir ekki samkeppni við ekta tónlistarkonu,“ segir Leoncie ef hún gæti breytt einhverju hér á landi.
Að lokum fór Leoncie yfir jólin og jólahefðir sínar. Hún segist ekki taka þátt í öllu ruglinu, en hún sé kaþólskrar trúar og fer meðal annars í miðnæturmessu á jóladag. Stjórnmálaskoðanir og fleira ber einnig á góma í viðtalinu sem hlusta má á í heild sinni hér.