fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Bláa lónið opnar að nýju um helgina

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2023 22:05

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa lónið opnar að nýju, sunnudaginn 17. desember kl. 11. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins kemur fram að opnunartími verði þó öllu styttri en vanalega, en opið verður frá kl. 11-20 alla daga vikunnar.

Opnunin nær til Bláa Lónsins, veitingasölunnar Blue Café, veitingastaðarins Lava, heilsulindarinnar Retreat Spa og Spa veitingastaðarins. Hótelin Silica og Retreat og veitingastaðurinn Moss verða lokuð til kl. 7.00 þann 21. desember og verður staðan þá endurmetin.

Bláa lónið hefur verið lokað frá 9. nóvember, eða degi áður en Grindavík var rýmd og tæplega 4000 íbúar þurftu að finna sér annað samastað. Staða íbúa er misjöfn rúmum mánuði eftir rýmingu, margir komnir með fastan samastað, aðrir ekki.

Í tilkynningunni segir að opnunin sé framkvæmd í fullu samráði við yfirvöld sem Bláa Lónið hefur verið í nánum samskiptum við vegna atburða síðustu vikna. Þrátt fyrir atburði síðustu vikna sé staðan á húsnæði lónsins góð og innviðir í góðu ástandi. Skemmdir á húsakosti eru litlar og felast fyrst og fremst í tilfærslu hluta og innanstokksmuna.

Tekið er fram að framkvæmdir eru yfirstandandi við starfsstöðvar lónsins vegna uppbyggingar varnargarða. Einnig er aðeins rútum leyfilegt að koma að svæðinu.

„Við erum afar ánægð með að geta opnað starfsstöðvar okkar að nýju og hlökkum til að taka hlýlega á móti þér og þínum í Svartsengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“