fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Ákæra í Bátavogsmálinu gæti verið gefin út á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 14:30

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara að fara yfir málið og býst við að ákvörðun liggi fyrir einhvern tíma á morgun, þá varðandi það hvort búið verður að gefa út ákæru í málinu og hvort farið verður fram á gæsluvarðhald,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.

Rannsókn lögreglu á láti 58 ára gamals manns í Bátavogi er nú lokið og málið komið til héraðssaksóknara. 42 ára gömul kona situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa myrt manninn. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir konunni rennur út 17. desember, sem er á sunnudag. Þá verður konan búin að sitja 12 vikur í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er ekki hægt að halda henni lengur í gæsluvarðhaldi án þess að gefa út ákæru.

Arnþrúður segir að ákæra verði mögulega gefin út síðdegis á morgun. „Við höfum vissulega tíma fram á sunnudag ef þess þarf,“ segir Arnþrúður.

Miðað við þessi orð má ætla að ákæra í málinu sé líkleg en Arnþrúður vill þó ekkert segja um það. „Ég held það sé best að ég segi bara sem allra minnst nákvæmlega núna.“

Ákvörðun um ákæru og kröfur um áframhaldandi gæsluvarðhald gæti legið fyrir síðdegis á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan