fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Notaði ellinöðru sem vopn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 13. desember 2023 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikimedia- John Robert McPherson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ellilífeyrisþegi er í vanda staddur eftir að hafa beitt rafknúnu farartæki sínu eins og vopni. Um er að ræða rafknúna skutlu eins og eldra fólk, sem á erfitt með gang, notar gjarnan til að fara ferða sinna. Hafa farartæki af þessu tagi oft verið kölluð ellinöðrur.

Mirror greinir frá atvikinu. Það átti sér stað í bænum Bideford í suðvesturhluta Englands. Ellilífeyrisþeginn, sem er karlmaður, var ósáttur við að maður nokkur hafði keypt síðasta bakkelsið sem til var í bakaríi í bænum. Rifrildi braust út á milli mannanna og skipti engum togum að ellilífeyrisþeginn ók á ellinöðrunni á manninn með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar.

Ellilífseyrisþeginn reifst við fleira fólk á staðnum, áður en hann greip til þess að aka á manninn, og vitni að atvikinu ákvað að taka þetta hóprifrildi upp á myndband með farsíma sínum. Vitnið náði þar af leiðandi myndbandi af ákeyrslunni.

Á myndbandinu má sjá manninn keyra ellinöðruna með annarri höndinni og halda á göngustaf sínum með hinni. Einn viðstaddra heyrist bjóða manninum aðstoð áður en hann keyrir á manninn sem keypti bakkelsið en sá endaði utan í skilti.

Lögreglan í bænum var kölluð til og tókst henni að bera kennsl á ellilífeyrisþegann. Hún lagði hald á elllinöðruna og að sögn vakti það kátínu meðal bæjarbúa þegar lögregluþjónn þurfti að fara á ellinöðrunni á lögreglustöðina. Lögreglan tilkynnti síðar á Facebook-síðu sinni að þótt hún væri vinnustaður sem byði upp á jöfn tækifæri þá stæði ekki til að stofna sérstaka lögreglusveit sem muni nota farartæki af þessu tagi.

Í sömu Facebook-færslu kom fram að vitað væri hver eigandi ellinöðrunnar er en allir aðrir aðilar málsins hafi verið af farnir af vettvangi þegar lögreglan kom þangað.

Maðurinn sem varð fyrir ellinöðrunni virðist því ekki hafa slasast að ráði en lögreglan óskar í Facebook-færslunni eftir því að hann gefi sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“