fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hanna Birna horfði upp á óhugnað í New York og vildi fara heim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. desember 2023 11:18

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi ráðherra, var í athyglisverðu spjalli í Mannlega þættinum á Rás 1 síðastliðinn föstudag.

Hanna Birna hefur undanfarin ár gegnt starfi ráðgjafa á aðalskrifstofu UN Women í New York og var hún með annan fótinn þar og hinn á Íslandi til að byrja með.

Í viðtalinu, sem fjallað er um á vef RÚV, kom Hanna Birna inn á það að henni hafi liðið einkar vel í New York til að byrja með.

„Ég varð aftur 25 ára í New York; labbaði sjúklega hratt með kaffibollann og kunni allt,“ sagði hún meðal annars og bætti við að hún elski Ísland en þarna hafi hún átt kost á að komast eitthvert þar sem hún þekkti engan.

Eitthvað virðist þó hafa breyst þegar heimsfaraldurinn skall á og segir Hanna Birna að borgin hafi breyst mikið. Sá hún hluta af samfélaginu sem heilluðu hana engan veginn.

„Ég var hálfklökk að labba í vinnuna á morgnana. Fólk var á götuhornum í geðhvörfum, fólk sem átti erfitt peninga- og andlega,“ sagði hún og bætti við að oftar en ekki væru einstaklingar með ekkert bakland og í jaðarhópum fyrstir til að vera ýtt út á brúnina þegar kerfið brestur.

„Svo labba allir fram hjá eins og þetta sé í lagi og hluti af samfélaginu. Það er ekkert í mér sem segir að það sé hluti af samfélaginu að horfa upp á svona,“ sagði Hanna Birna sem vildi ekki vera lengur í þessari stórborg. „Mér fannst hún sár og erfið og mig langaði ekki að vera þar,“ sagði hún í Mannlega þættinum.

Úr varð að Hanna Birna flutti til Íslands þar sem hún er enn í sama starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana