fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir Fjölni vegna nauðgunar frá árinu 2015

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur dæmdi í dag mann að nafni Fjölni Guðsteinsson í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Mildaði rétturinn þar með dóm héraðsdóms í málinu sem hafði dæmt Fjölni í tveggja ára fangelsi.

Málið á sér langa sögu en það er tilkomið vegna atviks sem átti sér stað árið 2015. Samkvæmt dómnum notfærði Fjölnir sér svefndrunga og ölvunarástand stúlku til að nauðga henni. Stúlkan vaknaði við að Fjölnir var að reyna að hafa endaþarmsmök við hana. Hún fór beint úr íbúðinni þar sem brotið var framið og kærði til lögreglu.

Fjölnir neitaði sök en dómari taldi stúlkuna vera trúverðuga í framburði sínum. Einnig styrkti það málstað hennar að önnur stúlka hafði verið á vettvangi og vitnaði hún með henni. Sú stúlka hjálpaði brotaþola við að yfirgefa íbúðina þar sem brotið var framið. Voru báðar taldar trúverðugar í framburði sínum. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi komið fram sem styddu þá fullyrðingu Fjölnis að stúlkan hafi veitt samþykki sitt. „Ákærði hefur með greindri háttsemi sinni unnið sér til refsingar og ber við ákvörðun hennar að líta til þess að brotið beindist gegn ungri stúlku sem lagst hafði til svefns á heimili hans og átti sér einskis ills von,“ segir í dómi héraðsdóms.

Í niðurstöðu Landsréttar segir að framburður Fjölnis í málinu fái hvorki stoð í framburði vitna né gögnum málsins og þyki hann vera ótrúverðugur. Niðurstaðan er engu að síður sú að milda dóm yfir honum um sex mánuði. Brotaþoli hafði þegar fengið 1,2 milljónir króna út ríkissjóði í miskabætur. Hún gerði kröfur um auknar miskabætur frá Fjölni en þeirri kröfu var hafnað.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“