fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Ásta segir kollega hennar á Norðurlöndum hrista hausinn – „Þeir skilja ekki hvernig við getum mætt þessu“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:00

Ásta Fjeldsted fyrir miðri mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, segir að launakostnaður hjá Krónunni hafi aukist um heil þrettán prósent eftir síðustu kjaraviðræður. Ásta er í athyglisverðu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag þar sem hún ræðir meðal annars um verðbólguna hér á landi.

„Kollegar mínir á Norðurlöndunum horfa á þessa þróun hjá íslenskum smásöluaðilum og hrista bara hausinn. Þeir skilja ekki hvernig við getum mætt þessu,“ segir Ásta meðal annars um launahækkanirnar eftir síðustu samninga.

Þá segir hún að huga þurfi að ýmsu nú þegar sest verður við samningaborðið og eitt helsta markmiðið hljóti að vera að ná niður verðbólgunni og huga að heimilum landsins sem eru að sligast undan háum afborgunum. Vaxtahækkanir komi ekki bara við fjölskyldur landsins því þær komi einnig niður á fyrirtækjum í formi aukins kostnaðar.

Ásta segir einnig í viðtalinu að ekki sé hægt að skella skuldinni á álagningu fyrirtækja þegar kemur að verðbólgunni. Bendir hún á nýlega skýrslu frá Seðlabankanum sem sýnir að álagning innlendra fyrirtækja hafi haft hlutfallslega lítil áhrif á verðbólguna í fyrra.

Í viðtalinu kemur einnig fram gagnrýni á hið opinbera og segir Ásta að ríkið sé í harðri samkeppni við einkageirann um starfsfólk á ýmsum sviðum. Þannig hafi hið opinbera verið leiðandi í launahækkunum og ýmsum kjarabótum, fleiri frídögum til dæmis, sem einkageirinn á erfitt með að keppa við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið